Menning

Leyndinni aflétt

Ljósi varpað á háleynilega atburði í öryggismálum þjóðarinnar.
Ljósi varpað á háleynilega atburði í öryggismálum þjóðarinnar.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Óvinir ríksins – ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi sem kemur út hjá Máli og menningu.

Til skamms tíma var talið að leynilegt eftirlit hins opinbera með þegnum landsins væri harla lítið hér á landi. Með árunum hefur þó fjölmargt komið fram sem bendir til hins gagnstæða og eftir því sem leynd hefur verið aflétt af ýmsum skjalasöfnum hér heima og erlendis hefur myndin skýrst smám saman. Guðni komst óvænt í gögn og heimildir um þessa starfsemi sem aðeins var á fárra vitorði. Í bókinni er dregið fram í dagsljósið hversu langt var gengið í viðleitni til að vernda „innra öryggi“ ríkisins og hulunni er svipt af rás háleynilegra atburða og ljósi varpað á það sem gerðist á bak við tjöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×