Enski boltinn

Við vinnum Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vælir nú sáran undan leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó litlar áhyggjur af grannaslagnum við Tottenham á morgun og á þar ekki von á neinu öðru en sigri.

"Það er hreinn og klár farsi hvernig leikjum er raðað niður og við erum að fara að spila við lið sem spilaði ekki í miðri viku eins og við. Það skiptir samt ekki máli - við vinnum þá," sagði Wenger um erkifjendur Arsenal í Tottenham. Báðum leikjum liðanna lauk með jafntefli á síðustu leiktíð, en þar þótti Arsenal sleppa vel að ná stigi í bæði skipti.

Þess má svo geta að fyrirliði Arsenal, Thierry Henry, getur ekki leikið með liði sínu gegn Tottenham á morgun vegna meiðsla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×