Sport

Solskjær með brákað kinnbein

Ole Gunnar hefur varla spilað með aðalliði Manchester United á síðstu tveimur árum og hann meiddist enn eina ferðina í gækvöld þegar hann lenti í samstuði í leik með varaliðinu
Ole Gunnar hefur varla spilað með aðalliði Manchester United á síðstu tveimur árum og hann meiddist enn eina ferðina í gækvöld þegar hann lenti í samstuði í leik með varaliðinu NordicPhotos/GettyImages

Það gekk á ýmsu í varaliðsleik Manchester United og Middlesbrough í gærkvöldi, en norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði við Ugo Ehiogu eftir aðeins sjö mínútna leik. Talið er að Solskjær sé með brákað kinnbein eftir óhappið.

Þar með var ekki öll sagan sögð, því Quinton Fortune sneri á sér hnéð í leiknum og þurfti að fara meiddur af velli, en hann hefur einmitt verið frá í nokkurn tíma vegna hnémeiðsla. Ekki er talið að meiðsli Fortune séu mjög alvarleg, en auk hans urðu þeir Patrice Evra og Gerard Pique fyrir smávægilegum meiðslum í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×