Innlent

Eðlilegt að kanna umhverfið

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson

„Okkur þykir Lífeyrissjóður verslunarmanna oft á tíðum hafa beitt sér með sérkennilegum hætti gegn þessum félögum,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir að Baugur og FL Group séu nú að kanna umhverfið og skoða þá möguleika sem séu fyrir hendi.

„Við teljum ekki sjálfgefið að starfsmenn þessara félaga þurfi að vera í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hagsmunir fyrirtækja og starfsmanna fara saman og okkur þykir óeðlilegt ef lífeyrissjóður er beinlínis að beita sér gegn hagsmunum launagreiðanda félagsmanna sinna. Við höfum aldrei ætlað okkur að stofna lífeyrissjóð til að ráðskast með peninga starfsmanna okkar. Þeir sem eiga aðild að sjóðnum eiga peningana og um lífeyrissjóði gilda skýr lög,“ segir Skarphéðinn.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að mestu skipti að lífeyrissjóðir séu hagkvæmir og geti tryggt ákveðna fagmennsku í stjórnun.

„Það voru margir fyrirtækjasjóðir starfandi á árum áður sem hurfu, fyrst og fremst vegna þess hversu litlir þeir voru og óhagkvæmir í rekstri.“

Þá segir Vilhjálmur einnig að sérstakir lífeyrissjóðir fyrirtækja gætu skapað flækjur við samruna og breytingar á fyrirtækjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×