Sport

Enska knattspyrnusambandið er á villigötum

NordicPhotos/GettyImages

Tony Woodcock, fyrrum landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, segir að menn verði að leita lengra en til Sven-Göran Eriksson til að finna svör við döpru gengi og spilamennsku enska landsliðsins á HM.

"Maður verður að horfa lengra en á þjálfarann. Þegar fyrirtæki gengur illa, þarf maður að athuga hvort allt er í góðu í stjórninni og ég velti því fyrir mér hvort einhverjum hafi dottið í hug að ræða við stjórn enska knattspyrnusambandsins.

Ef Steve McClaren gerir fína hluti með liðinu þegar hann tekur við - eiga menn eftir að spyrja sig af hverju hann gerði ekki þessa hluti í þessi ár sem hann var aðstoðarmaður Eriksson og ef honum á eftir að ganga illa - má gera ráð fyrir því að menn hefðu geta sagt sér það fyrir, því ekki var gengið glæsilegt í þau ár sem hann var aðstoðarmaður Eriksson.

Þetta held ég að sé alls ekki sú ferska byrjun sem enska þjóðin var að leita að eftir vonbrigðin á HM og maður veltir því fyrir sér hvort enska knattspyrnusambandið var ekki allt of fljótt á sér í að ráða nýjan landsliðsþjálfara," sagði Woodcock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×