Eigum við ekki bara að tala íslensku? 25. apríl 2006 14:15 Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. "Ég hitti hann fyrst á hótelherberginu mínu. Hann gekk inn í herbergið og sagði hæ. Ég sagði á móti english, please. Hann gaf mér skrítinn svip og sagði síðan: Eigum við ekki bara að tala íslensku, vinur? Þetta var mjög sérstakt. Ég vissi ekkert hver þessi náungi var," segir Halldór, sem augljóslega hefur ekki gert mikið af því að horfa á leiki íslenska landsliðsins að undanförnu. "Við getum orðað það svo að mér finnst mun skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Ég vissi ekkert hvernig Grétar leit út," segir Halldór en hann og Grétar gátu hlegið að misskilningnum það sem eftir var dagsins. Halldór, sem er nýorðinn átján ára gamall, æfði með varaliði AZ í viku og lék einn leik með U-19 ára liði félagsins. "Ég held að mér hafi gengið bara nokkuð vel og ég get vel hugsað mér að fara til þessa liðs. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi verið ánægðir með mig en að það vanti nokkuð upp á grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast með mér í U-19 ára landsliðinu og ef vel gengur þar getur allt gerst," sagði Halldór að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira
Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. "Ég hitti hann fyrst á hótelherberginu mínu. Hann gekk inn í herbergið og sagði hæ. Ég sagði á móti english, please. Hann gaf mér skrítinn svip og sagði síðan: Eigum við ekki bara að tala íslensku, vinur? Þetta var mjög sérstakt. Ég vissi ekkert hver þessi náungi var," segir Halldór, sem augljóslega hefur ekki gert mikið af því að horfa á leiki íslenska landsliðsins að undanförnu. "Við getum orðað það svo að mér finnst mun skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Ég vissi ekkert hvernig Grétar leit út," segir Halldór en hann og Grétar gátu hlegið að misskilningnum það sem eftir var dagsins. Halldór, sem er nýorðinn átján ára gamall, æfði með varaliði AZ í viku og lék einn leik með U-19 ára liði félagsins. "Ég held að mér hafi gengið bara nokkuð vel og ég get vel hugsað mér að fara til þessa liðs. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi verið ánægðir með mig en að það vanti nokkuð upp á grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast með mér í U-19 ára landsliðinu og ef vel gengur þar getur allt gerst," sagði Halldór að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira