Sport

Þjálfaraleitin er skrípaleikur

Graham Taylor vandar enska knattspyrnusambandinu ekki kveðjurnar
Graham Taylor vandar enska knattspyrnusambandinu ekki kveðjurnar NordicPhotos/GettyImages

Graham Taylor segir að leit enska knattspyrnusambandsins að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sé hreinn og klár skrípaleikur. Taylor stýrði enska landsliðinu á árunum 1990-1993 og á ekki til orð yfir vinnubrögðum sambandsins í dag.

"Það er aumkunarvert hvernig staðið hefur verið að því að finna nýjan þjálfara og mér finnst vinnubrögðin alls ekki hafa verið fagmannleg. Það liggur alls ekki ljóst fyrir hvernig staðið er að valinu og mér virðist sem fjölmiðlar hafi allt of mikið að segja í þessu sambandi," sagði Taylor og bætti við að Steve McClaren, stjóri Middlesbrough og núverandi aðstoðarmaður Eriksson, væri klárlega rétti maðurinn í starfið en að einhverjum ástæðum væri enska knattspyrnusambandið að draga lappirnar með það að ráða hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×