Sport

Leggur skóna á hilluna eftir HM

Zinedine Zidane ætlar að hætta að spila í sumar, en hann hefur unnið flesta titla sem í boði eru í knattspyrnu
Zinedine Zidane ætlar að hætta að spila í sumar, en hann hefur unnið flesta titla sem í boði eru í knattspyrnu NordicPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid staðfesti í samtali við Canal+ í dag að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Hinn 33ja ára gamli Zidane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í allan vetur og ætlar að láta HM verða sitt síðasta verkefni, þar sem hann fer fyrir sterku liði Frakka.

"Þetta er mín lokaákvörðun og henni verður ekki breytt. Ég verð að hlusta á skrokkinn á mér og hann býður ekki upp á eitt ár í viðbót. Það er því betra að tilkynna þetta bara strax," sagði þessi sigursæli knattspyrnumaður, sem hefur unnið flesta titla sem leikmaður getur unnið á ferli sínum - þar á meðal meistaradeildina og Heims- og Evrópumeistaratitla með Frökkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×