Sport

Watford í ensku úrvalsdeildina

Leikmenn Watford ærast hér af fögnuði í Cardiff í dag.
Leikmenn Watford ærast hér af fögnuði í Cardiff í dag.

Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins. Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds.

Watford leiddi í hálfleik, 1-0 eftir að Jay Demerit skoraði með skalla eftir hornspyrnu á 25. mínútu. Neil Sullivan markvörður Leeds varð fyrir því lóláni á 57. mínútu að slá boltann í eigið net eftir sókn Watford og Darius Henderson gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Watford fer því ásamt Reading og Sheffield Utd upp í úrvalsdeildina en liðið hafnaði í 3. sæti fyrstu deildar í vor. Leeds sem hafnaði í 5. sæti sló Preston út úr keppni og Watford hafði betur í baráttu við Crystal Palace í undanúrslitinum umspilsins á dögunum.

Það var til mikils að vinna fyrir Watford því talið er að liðið hagnist um 30-40 milljónir punda eða fjögura til rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. Félögin komust að samkomulagi fyrir leikinn að tapliðið hirti allan ágóðann af aðgangseyri leiksins í dag í ljósi fyrrgreinds gróða og mun Leeds því njóta góðs af því en tæp 65 þúsund áhorfendur voru á leiknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×