Sport

Etoo markakóngur á Spáni

Etoo setti 26 mörk í deildinni í vetur.
Etoo setti 26 mörk í deildinni í vetur.
Kamerúninn Samúel Etoo varð markakóngurinn í spænska fótboltanum. Evrópumeistarar Barcelona máttu þola ósigur, 3-1 fyrir Athletic Bilbao í síðasta leiknum í spænsku úrvalsdeildinni.

Evrópumeistar og Spánarmeistarar Barcelona tefldu aðeins fram 4 leikmönnum sem voru með í sigrinum á Arsenal á miðvikudag. Aðeins Samuel Etoo, Ludovic Giuly, Presas Oleguer og Braslíumaðurinn Juliano Belletti sem kom af varamannabekknum og tryggði Barcelona sigurinn gegn Arsenal á miðvikudag, voru með í byrjunarliðinu í gærkvöldi. Aðeins einn til viðbótar, Viktor Valdez, markvörður var á varamannabekknum.

Samúel Etoo kom Barcelona yfir skömmu fyrir leikhlé. Þetta var 26. mark Kamerúnans í deildinni og þar með tryggði hann sér markakongstitilinn skoraði einu marki meira en David Villa hjá Valencia.

Bilbæingar skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggðu sér sigur.

Andoni Iraola jafnaði metin á 57. mínútu og varamaðurinn Felipe Gurendez kom Bilbæingum yfir þegar hann skoraði 10 mínútum fyrir leikslok. Prezas Oleguer skoraði síðan sjálfsmark tveimur mínútum síðar og Athletic Bilbao, sem var í bullandi fallhættu lengst af í vetur, enduðu í 12. sæti deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×