Erlent

Sendiherra Sádi-Araba kallaður heim frá Danmörku

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn MYND/Reuters

Sádi-Arabar hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. Ástæðan er að sögn danska ríkisútvarpsins sú að ríkisstjórnin hefur ekkert látið til sín taka vegna teikninga sem Jótlandspósturinn birti af Múhameð spámanni en þar er hann teiknaður með sprengju í höfuðfati sínu. Hvort sendiherrann hafi verið kallaður heim fyrir fullt og allt er þó óvíst en myndinrar sem birtust í Jótlandspóstinum fóru fyrir brjóstið á Sádi-Aröbum sem telja að með því hafi verið framið guðlast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×