Sport

Fögnuðu eins og þeir hefðu sloppið úr fangelsi

Paul Jewell var með munninn fyrir neðan nefið í kvöld eins og endranær, en hann hafði mikið til síns máls í þetta sinn - hans menn áttu hreint ekki skilið að tapa leiknum
Paul Jewell var með munninn fyrir neðan nefið í kvöld eins og endranær, en hann hafði mikið til síns máls í þetta sinn - hans menn áttu hreint ekki skilið að tapa leiknum NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði sína menn afar illa svikna eftir tapið gegn Manchester United í úrvalsdeildinni í kvöld og þótti lið Manchester United sleppa vel frá leiknum. "Það var skelfilegt að tapa á þessu marki og eins og sást á leikmönnum þeirra, áttu þeir ekki von á að vinna þennan leik. Þeir fögnuðu eins og þeim hefði verið sleppt úr fangelsi," sagði Jewell.

Sir Alex Ferguson var í raun á sama máli og játaði að sínir menn hefðu haft heppnina með sér. "Wigan-liðið var hreint út sagt frábært í þessum leik og ég held í fljótu bragði að við höfum ekki spilað erfiðari leik í vetur. Við vorum slakir í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari tókum við smá áhættu sem skilaði sér. Það var slæmt fyrir Chimbonda að skora þetta sjálfsmark svona í lokin, en hann gat víst ekkert að þessu gert blessaður," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×