Enski boltinn

Speed spilar 500. leikinn á morgun

Speed á tvö ár eftir af nýjum samningi sínum við Bolton
Speed á tvö ár eftir af nýjum samningi sínum við Bolton NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni.

"Það er til marks um hæfileika hans og líkamlegt atgerfi að hann skuli vera að ná þessum frábæra áfanga. Speed hefur verið verðugur fulltrúi liða sinna í deildinni og landi sínu og þjóð sömuleiðis og hann á skilið mikið hrós," sagði Gordon Taylor.

Speed spilaði fyrsta leik sinn í úrvalsdeildinni eftir stofnun hennar árið 1992 þegar hann var með Leeds, sem þá voru meistarar frá síðasta árinu í gömlu 1. deildinni. Speed er 37 ára gamall og hefur spilað lykilhlutverk í liði Sam Allardyce í vetur og ekki misst úr einn einasta deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×