Sport

Þráir að gerast stjóri hjá toppliði

Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson NordicPhotos/GettyImages

Sænski knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson, sem verið hefur atvinnulaus síðan hann hætti með enska landsliðið, sagði í samtali við breska blaðið The Sun í dag að hann vildi gjarnan fara að komast í þjálfarastólinn á ný og þá hjá einu stórliðanna á Englandi.

"Ég get ekki beðið eftir að komast aftur í knattspyrnustjórastöðu, því það er það eina sem ég kann. Ég væri til í að taka við einu af stórliðunum eins og Arsenal, Liverpool eða Manchester United," sagði Eriksson og bætti við að árin með enska landsliðinu hefðu verið frábær, en með smá heppni hefði hann náð að vinna titil. "Ég er enn stoltur af því að hafa verið fyrsti útlendingurinn sem tók við enska landsliðinu," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×