Sport

Benitez vill sættast við Mourinho

Þeir Mourinho og Benitez hafa ekki talast við síðan á leiknum örlagaríka í meistaradeildinni
Þeir Mourinho og Benitez hafa ekki talast við síðan á leiknum örlagaríka í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nóg sé komið af ósætti hans og Jose Mourinho hjá Chelsea og segist ætla að bjóðast til að taka í höndina á honum þegar liðin mætast á Stanford Bridge á sunnudaginn.

Nú hefur verið grunnt á því góða á milli þeirra tveggja allar götur síðan umdeilt mark Luis Garcia tryggði Liverpool sigur á Chelsea á Stamford Bridge á þarsíðustu leiktíð, en Benitez segir nú kominn tíma til að grafa stríðsöxina.

"Ef hann (Mourinho) vill taka í höndina á mér fyrir leikinn, er ég alveg til í það. Ég vil gefa honum færi á því að takast í hendur á sunnudaginn þegar við verðum gestir á Stamford Bridge og ég vil frekar eyða púðrinu í knattspyrnuna en illdeilur.

Ég er vanur að taka í hönd stjóra þegar þeir mæta með lið sín á Anfield og þá óska ég þeim um leið alls hins besta á leiktíðinni. Ég hef aldrei talað illa um Chelsea og því er kominn tími til að ljúka þessu máli og einbeita sér að fótboltanum," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×