Enski boltinn

Hrósar Alex Ferguson

Roy Keane dáist að störfum Alex Ferguson
Roy Keane dáist að störfum Alex Ferguson NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, fyrrum fyrirliði gullaldarliðs Manchester United og núverandi stjóri Sunderland, segir það ótrúlegt afrek hjá Alex Ferguson að hafa nú verið 20 ár í starfi hjá einu stærsta knattspyrnufélagi heims.

"Það er ótrúlegt hvað hann hefur náð góðum árangri og hvað hann hefur náð að halda sér lengi á toppnum. Það er gríðarleg pressa sem fylgir þessu starfi og ég sjálfur er búinn að eldast um 10 ár á þeim tveimur mánuðum sem ég er búinn að vera knattspyrnustjóri," sagði Keane, sem lék um árabil undir stjórn Skotans hjá United.

"Það er ekki hægt að vera í starfi þar sem er mikið meiri pressa en hjá Manchester United og það er ótrúlegt að hann hafi náð að halda starfinu fyrstu árin áður en titlarnir fóru að skila sér í hús. Þessi langa vera hans hjá félaginu virðist þó ekki ætla að verða til þess að stjórnir knattspyrnufélaga endurskoði þá stefnu sína að reka stjóra alltaf löngu áður en þeir fá tækifæri til að ná stöðugleika í starfi - en ég vona sannarlega að það fari að breytast," sagði Írinn harðskeytti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×