Enski boltinn

Líkir rannsókninni við yfirheyrslur KGB

Paul Jewell er jafnan fljótur að finna skoplegu hliðina á málunum
Paul Jewell er jafnan fljótur að finna skoplegu hliðina á málunum NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell segist hafa verið óttasleginn þegar hann var yfirheyrður af fyrrverandi lögreglumönnum í tengslum við rannsóknina sem stendur yfir vegna gruns um spillingu í enska boltanum.

"Ég verða að viðurkenna að ég var hálf smeykur þegar þessir gaurar settust hjá mér með upptökutækin sín og tóku af þeim innsigli til að sýna fram á að ekki hefði verið átt við þau. Þetta var eins og í kvikmynd frá þriðja áratugnum, mjög óþægilegt og ég var hálf smeykur þó ég hefði ekkert að fela," sagði Jewell.

"Þeir spurðu mig hvort ég mér hefðu einhverntímann verið boðnir peningar í tengslum við leikmannaskipti og ég svaraði því auðvitað neitandi - en ég gat ekki annað en hugsað með mér hvort ég væri í raun og veru að segja satt - og hvað ég hefði eiginlega gert af mér til að verðskulda yfirheyrslu frá KGB," sagði Jewell hæðnislega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×