Enski boltinn

West Ham lagði Sheffield United

Mullins fagnar marki sínu fyrir West Ham
Mullins fagnar marki sínu fyrir West Ham NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana.

Eggert var hylltur með lófaklappi fyrir leikinn þar sem hann stóð úti á vellinum með barnabarn sitt í fanginu. Stuðningsmen West Ham virðast almennt hafa tekið vel í eigendaskiptin og hafa tekið vel í hugmyndafræði Eggerts og félaga sem hafa gefið það út að þeir ætli sér að halda í gamlar hefðir félagsins sem er að spila fallega sóknarknattspyrnu. Lítið af slíku var þó í boði í leiknum í dag, en eins og áður sagði - eru stigin þrjú gulls ígildi fyrir West Ham í botnbaráttunni. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×