Sport

Viðræður við Scolari vekja hörð viðbrögð

Það hefur valdið miklu fjaðrafoki á Englandi að forráðamenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafi boðið Scolari starf landsliðsþjálfara
Það hefur valdið miklu fjaðrafoki á Englandi að forráðamenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafi boðið Scolari starf landsliðsþjálfara NordicPhotos/GettyImages

Sú staðreynd að enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að það hafi boðið Luiz Scolari stöðu landsliðsþjálfara í knattspyrnu hefur vakið mikil viðbrögð í Englandi eins og búast mátti við. Nokkrir af knattspyrjustjórunum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú tjáð sig um hugsanlega ráðningu Brasilíumannsins.

"Að mínu mati er nóg af hæfum mönnum á Englandi til að valda þessu starfi og því er ég ekki hissa á því að nokkur óánægja sé með þessar fréttir. Ég veit ekki betur en meirihluti Englendinga vildi fá heimamann í starfið og þetta gengur auðvitað þvert á það. Hver sem það verður sem tekur við starfinu, mun hinsvegar njóta míns stuðnings," sagði Stuart Pearce, stjóri Manchester City.

"Scolari er þjálfari í hæsta gæðaflokki, en að mínu mati er þetta enn eitt kjaftshöggið fyrir ensku þjálfarastéttina," sagði Mark Hughes hjá Blackburn. 

"Ég hefði heldur kosið að sjá einn af ungu stjórunum hérna á Englandi fá starfið, því ég er viss um að þeir gætu allir skilað fínum árangri," sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth.

"Ég held að tungumálið verði helsta vandamálið í þessu sambandi. Scolari verður að finna sér aðstoðarmann sem getur hjálpað honum að yfirstíga það sem upp á vantar í tungumálinu - og það verður að vera einhver sem þekkir starfshætti hans út og inn. Það sem mestu máli skiptir er hinsvegar það að hafa djúpstæða þekkingu á knattspyrnunni í landinu," sagði landi Scolari og landsliðsþjálfari Japana, Zico 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×