Enski boltinn

Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap

NordicPhotos/GettyImages

Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna.

"Leikaraskapur er alltaf að verða stærri og stærri partur af boltanum og því er ég sannarlega feginn að ég er ekki lengur að spila. Það voru samt menn inn á milli sem tóku dýfur þegar ég var að spila og ég lét þá heyra það. Ég sjálfur hefði aldrei komist upp með svona aumingjaskap, enda hefði fjölskyldan afneitað mér fyrir það," sagði Keane og bætti við að dómarar væru ekki öfundsverðir af því að eiga við þetta sívaxandi fyrirbæri.

"Það eru alltaf að koma upp fleiri og fleiri atvik þar sem dómararnir sitja svo í súpunni og það er óréttlátt gagnvart þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×