Sport

Hef ekki áhyggjur af starfi mínu

Chris Coleman er rólegur þó breskir fjölmiðlar tali um að hann verði hugsanlega rekinn á næstunni ef ástandið fer ekki að lagast á liði hans
Chris Coleman er rólegur þó breskir fjölmiðlar tali um að hann verði hugsanlega rekinn á næstunni ef ástandið fer ekki að lagast á liði hans NordicPhotos/GettyImages

Chris Coleman segist ekki óttast að missa starf sitt þrátt fyrir afleitt gengi sinna manna í ensku úrvalsdeildinni, en liðið hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Ensk blöð hafa í kjölfarið talað um að Coleman gæti misst starfið í kjölfarið, en hann vísar því á bug.

Þrír síðustu leikir hafa verið sannkölluð martröð fyrir Heiðar Helguson og félaga, því liðið tapaði 4-0 á heimavelli fyrir Arsenal, 3-1 fyrir Everton og síðast 5-1 fyrir Liverpool.

"Stjórn liðsins er skiljanlega lítið hrifin af gengi liðsins í síðustu leikjum, en ég held að menn séu ekkert að fara á taugum - við erum enn nokkuð frá fallsvæðinu. Þetta er þó sennilega í fyrsta skipti í þrjú ár sem ég fæ að kenna á því í blöðunum, en leikmenn mínir trúa sem betur fer ekki öllu sem stendur í þeim. Við verðum einfaldlega að snúa bökum saman og halda áfram að berjast," sagði Coleman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×