Sport

Erum komnir á kortið í Evrópu

Steve McClaren segir sína spennustigið hjá sínum mönnum vera farið að aukast í Evrópukeppninni
Steve McClaren segir sína spennustigið hjá sínum mönnum vera farið að aukast í Evrópukeppninni NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, segir að með því að slá út lið eins og Stuttgart og Roma sé liðið komið á kortið í Evrópuboltanum. Boro mætir svissneska liðinu Basel í 8-liða úrslitum keppninnar og metur McClaren möguleika sinna manna nokkuð góða á að komast áfram.

"Það var mikill áfangi í 130 ára sögu félagsins þegar það vann deildarbikarinn árið 2004 og skyndilega er litla Middlesbrough komið í Evrópukeppnina. Ég held að bæði við og lið Basel höfum verið fegin að mæta ekki liðum eins og Schalke í næstu umferð, en lið mitt er fullt sjálfstrausts eftir að hafa slegið út mjög sterka andstæðinga í keppninni," sagði McClaren.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×