Enski boltinn

Orðinn leiður á ásökunum um leikaraskap

Andy Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að láta sig detta í teigum andstæðinganna
Andy Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að láta sig detta í teigum andstæðinganna NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Andy Johnson hjá Everton segist vera orðinn leiður á því að vera sakaður um leikaraskap í vítateigum andstæðinganna og segist vísvitandi vera búinn að breyta leikstíl sínum til að reyna að afsanna það orðspor sem hann hefur skyndilega fengið á sig í úrvalsdeildinni.

Knattspyrnustjórar á borð við Arsene Wenger og Nei Warnock hafa gagnrýnt Johnson fyrir að vera með brauðfætur. David Moyes knattspyrnustjóri Everton hefur tekið upp hanskann fyrir leikmann sinn og segir þessa gagnrýni óréttmæta.

"Það er enginn vafi á því að Andy hefur liðið fyrir það sem aðrir hafa verið að segja um hann," sagði Moyes, en Johnson taldi sig hafa átt að fá vítaspyrnu í bikarleiknum gegn Arsenal í gær. "Við áttum að fá vítaspyrnur í síðustu tveimur leikjum og raunar í fleiri leikjum en það - en Andy hefur verið beittur misrétti. Ég held að menn ættu frekar að einbeita sér að sínum eigin liðum og leikmönnum og láta aðra í friði," sagði David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×