Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær.
Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum sem upphófust eftir að hópur manna, um 20 talsins, rændi matvöruverslun í borginni.
Lögregla elti mennina að húsi skammt frá þar sem gripið var til vopna.