Dallas valtaði yfir Miami 12. júní 2006 05:41 Avery Johnson stýrir liði Dallas eins og herforingi AFP Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Sjá meira
Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Sjá meira