Sport

Frábær sigur á Norður-Írum

Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára Guðjohnsen, sem jafnaði markamet Ríkharðs Jónssonar með sínu 17 landsliðsmarki í dag.
Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára Guðjohnsen, sem jafnaði markamet Ríkharðs Jónssonar með sínu 17 landsliðsmarki í dag. NordicPhotos/GettyImages

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku.

Norður-Írarnir sóttu stíft í síðari hálfleiknum, en eftir því sem leið á hálfleikinn var greinilegt að leikmenn liðsins misstu móðinn gegn baráttuglöðum Íslendingunum. Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði í dag markamet Ríkharðs Jónssonar með sínu 17. landsliðsmarki fyrir Íslands hönd.

AP
AP
AP
NordicPhotos/GettyImages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×