Sport

Þjóðverjar lögðu Íra

Lukas Podolski skoraði mikilvægt mark fyrir Þjóðverja í fyrsta leik þeirra í riðlakeppni í langan tíma
Lukas Podolski skoraði mikilvægt mark fyrir Þjóðverja í fyrsta leik þeirra í riðlakeppni í langan tíma

Þjóðverjar lögðu Íra 1-0 í kvöld í D-riðli undankeppni EM. Það var Lukas Podolski sem skoraði sigurmark Þjóðverja á 57. mínútu, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Steve Staunton, þjálfari Íra, var rekinn af leikvelli þegar skammt var eftir af leiknum eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur.

Svíar unnu nauman 1-0 útisigur á Lettum í riðli okkar Íslendinga með marki frá Kim Kallström og Spánverjar hafa yfir 2-0 gegn Liechtenstein í hálfleik, þar sem Fernando Torres og David Villa skoruðu fyrir Spánverja.

Segja má að dagurinn í dag hafi verið dagur Norðurlandaþjóðanna ef Færeyingar eru undanskildir, því Norðmenn burstuðu Ungverja 4-1 á útivelli þar sem Ole Gunnar Solskjær skoraði tvívegis og Finnar lögðu Pólverja 3-1 á útivelli þar sem Jari Litmanen skoraði tvö mörk. Tékkar lögðu Walesverja 2-1, Rúmenar og Búlgarar skildu jafnir 2-2 og Hollendingar lögðu Lúxembúrg naumlega á útivelli 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×