Enski boltinn

Shevchenko hefur engar afsakanir

Shevchenko hefur skorað tvö mörk til þessa fyrir Chelsea, en þarf að gera meira til að réttlæta 30 milljóna fjárfestingu Chelsea og svimahá vikulaun sín
Shevchenko hefur skorað tvö mörk til þessa fyrir Chelsea, en þarf að gera meira til að réttlæta 30 milljóna fjárfestingu Chelsea og svimahá vikulaun sín NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho segir að stjörnuframherjinn Andriy Shevchenko hafi engar afsakanir fyrir því að skora ekki mörk í ensku úrvalsdeildinni, því Chelsea sé að spila nákvæmlega sama leikkerfi og Shevchenko hafi spilað allan sinn feril hjá AC Milan.

"Við erum að spila nákvæmlega sama kerfi og Milan spilaði, 4-4-2 með demantsmiðju - og því er ekkert því til fyrirstöðu að Shevchenko standi sig vel með liði okkar. Ég veit hinsvegar að hann er frábær knattspyrnumaður og að hann mun skila sínu fyrir okkur," sagði Mourinho, sem er í skýjunum yfir frammistöðu félaga hans í framlínunni - Didier Drogba, sem skoraði sigurmark Chelsea gegn Liverpool á sunnudaginn.

"Drogba hefur verið frábær. Hann er sterkur, útsjónarsamur og duglegur. Hann skorar mörk, vinnur varnarvinnuna og hjálpar okkur í föstum leikatriðum. Ég vil fá meira af því sama frá Drogba, en meira frá Shevchenko. Hann veit að ég vil meira frá honum - og það sem meira er - hann vill meira frá sjálfum sér," sagði Jose Mourinho í samtali við breska blaðið The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×