Sport

Hættir hjá PSV í vor

Guus Hiddink
Guus Hiddink NordicPhotos/GettyImages

Orðrómur um að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga hefur nú öðlast nýtt líf þar í landi eftir að Hiddink lýsti því yfir í dag að hann yrði alveg örugglega ekki stjóri hollenska liðsins PSV Eindhoven á næsta ári.

Hiddink vill þó ekkert segja um framtíð sína í þjálfun og þegar hann var spurður sagðist hann ætla að gera upp hug sinn í enda mánaðarins. "Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt og enn er ekkert ákveðið um framhaldið," sagði hann. Hiddink stýrir liði Ástrala á HM í sumar, en auk þess að vera orðaður við enska landsliðið hefur hann einnig verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur næsti landsliðsþjálfari Rússa - og þá í gegn um góðan vin sinn Roman Abramovich, eiganda Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×