Starfandi stjórnarformenn algengir hér 25. október 2006 00:01 Ásta Dís Óladóttir sem er aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, heldur í dag fyrirlestur við Háskólann um starfandi stjórnarformenn. MYND/GVA Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira