Enski boltinn

Ákærir Englendinga fyrir ólæti í Króatíu

Enskir stuðningsmenn lentu í átökum við þá króatísku í Zagreb
Enskir stuðningsmenn lentu í átökum við þá króatísku í Zagreb NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandinu hefur verið birt kæra vegna óláta stuðningsmanna enska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Króötum í Zagreb á dögunum. Talsmenn enska knattspyrnusambandsins hafa ekki stórar áhyggjur af kærunni því þeir telja sig hafa mikið við starfshætti kollega sína í Króatíu að athuga.

Skipulag varðandi miðasölu á leikinn var ekki eins og best verður á kosið og það er talin ein helsta ástæða þess að uppúr sauð milli stuðningsmanna liðanna og voru hátt í 200 manns handteknir við völlinn. Króatíska knattspyrnusambandið á einnig von á kæru frá UEFA og verður málið tekið fyrir í Sviss þann 9. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×