Enski boltinn

Hrósar stjóra Crewe í hástert

Alex Ferguson
Alex Ferguson NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segist dást að trygglyndi knattspyrnustjóra Crewe fyrir það trygglindi og þjónustu sem hann hefur sýnt félagi sínu, en leikur Crewe og Manchester Unted verður einmitt sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30.

Ferguson hefur verið stjóri Manchester Unied í bráðum tvo áratugi, en Dario Gradi hefur verið enn lengur að og hefur stýrt Crewe allar götur síðan 1983. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem United og Crewe eigast við í deildarbikarnum og Ferguson er mjög hrifinn af störfum mótherja síns.

"Það er auðvelt fyrir mig að halda mér á tánum með alla þessa stórleiki viku eftir viku. Dario hefur hinsvegar þurft að gera mikið af því að byggja upp, því félagið missir alltaf frá sér bestu ungu leikmennina. Það er aðdáunarvert að menn skuli búa yfir ástríðu til að vakna á hverjum morgni og hefjast handa við að byggja upp á nýtt," sagði Ferguson og bætti við að hann sjálfur hefði eflaust gefist margoft upp ef hann hefði sjálfur verið í þeirri stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×