Álfheiður sækist eftir 1. - 2. sæti 25. október 2006 17:00 Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér til þingsetu fyrir flokkinn. Álfheiður sækist eftir 1. til 2. sæti í sameiginlegu prófkjöri VG sem fram fer 2. desember næstkomandi. Í tilkynningu segir Álfheiður að framtíðarsýn Vinstri-grænna sé um samfélag sem virði manngildi og jafnrétti allra einstaklinga, samfélag þar sem menn lifi í sátt við náttúruna og beri virðingu fyrir henni. "Núverandi stjórnarstefna hefur hins vegar leitt til vaxandi misskiptingar, niðurskurðar á velferðarkerfinu og hömlulausra stóriðjuframkvæmda sem valda ómældum náttúruspjöllum. Ég hef þá sannfæringu að það þurfi öfluga sveit Vinstri-grænna á alþingi til að snúa þessari þróun við; vernda náttúru landsins, stöðva einkavæðinguna, styrkja lýðræði og mannréttindi í landinu og tryggja jöfnuð og lífskjör þeirra sem ríkisstjórnin hefur skilið eftir í fátæktargildru vegna aldurs eða vanheilsu. Þetta eru þau mál sem ég hef lagt áherslu á í mínum pólitísku störfum og vil helga krafta mína á næsta kjörtímabili í þingflokki VG og nýrri ríkisstjórn," segir Álfheiður Ingadóttir í tilkynningu. Álfheiður Ingadóttir skipaði 2. sæti á lista VG í Reykjavík suður í kosningunum 2003 og hefur tvívegis tekið sæti á þingi á yfirstandandi kjörtímabili. Þar vakti hún m.a. máls á samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og gróða bankanna sem og kaupréttarsamningum bankastjóra sem mikil umræða varð um í samfélaginu. Álfheiður hefur unnið með borgarmálahópi VG í Reykjavík undanfarin ár. Hún átti sæti í nefnd um mótun Orkustefnu Reykjavíkurborgar 2004-2005 og hefur setið í stjórn Landsvirkjunar sem fulltrúi borgarinnar frá vori 2003. Þá átti hún sæti í hafnarstjórn (stjórn Faxaflóahafna) um tíma 2005. Álfheiður er líffræðingur að mennt og hefur starfað s.l. 10 ár sem útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands í Reykjavík og ritstjóri Náttúrufræðingsins. Áður starfaði hún við blaðamennsku og kennslu og að borgarmálum í Reykjavík; m.a. í jafnréttisráði og stjórn Sorpu bs. í fjögur ár, í umhverfisráði í átta ár og formaður þess um tíma. Hún var ein af stofnendum Kvennaathvarfsins og starfaði með Samtökum um kvennaathvarf árum saman. Vinstri græn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér til þingsetu fyrir flokkinn. Álfheiður sækist eftir 1. til 2. sæti í sameiginlegu prófkjöri VG sem fram fer 2. desember næstkomandi. Í tilkynningu segir Álfheiður að framtíðarsýn Vinstri-grænna sé um samfélag sem virði manngildi og jafnrétti allra einstaklinga, samfélag þar sem menn lifi í sátt við náttúruna og beri virðingu fyrir henni. "Núverandi stjórnarstefna hefur hins vegar leitt til vaxandi misskiptingar, niðurskurðar á velferðarkerfinu og hömlulausra stóriðjuframkvæmda sem valda ómældum náttúruspjöllum. Ég hef þá sannfæringu að það þurfi öfluga sveit Vinstri-grænna á alþingi til að snúa þessari þróun við; vernda náttúru landsins, stöðva einkavæðinguna, styrkja lýðræði og mannréttindi í landinu og tryggja jöfnuð og lífskjör þeirra sem ríkisstjórnin hefur skilið eftir í fátæktargildru vegna aldurs eða vanheilsu. Þetta eru þau mál sem ég hef lagt áherslu á í mínum pólitísku störfum og vil helga krafta mína á næsta kjörtímabili í þingflokki VG og nýrri ríkisstjórn," segir Álfheiður Ingadóttir í tilkynningu. Álfheiður Ingadóttir skipaði 2. sæti á lista VG í Reykjavík suður í kosningunum 2003 og hefur tvívegis tekið sæti á þingi á yfirstandandi kjörtímabili. Þar vakti hún m.a. máls á samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og gróða bankanna sem og kaupréttarsamningum bankastjóra sem mikil umræða varð um í samfélaginu. Álfheiður hefur unnið með borgarmálahópi VG í Reykjavík undanfarin ár. Hún átti sæti í nefnd um mótun Orkustefnu Reykjavíkurborgar 2004-2005 og hefur setið í stjórn Landsvirkjunar sem fulltrúi borgarinnar frá vori 2003. Þá átti hún sæti í hafnarstjórn (stjórn Faxaflóahafna) um tíma 2005. Álfheiður er líffræðingur að mennt og hefur starfað s.l. 10 ár sem útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands í Reykjavík og ritstjóri Náttúrufræðingsins. Áður starfaði hún við blaðamennsku og kennslu og að borgarmálum í Reykjavík; m.a. í jafnréttisráði og stjórn Sorpu bs. í fjögur ár, í umhverfisráði í átta ár og formaður þess um tíma. Hún var ein af stofnendum Kvennaathvarfsins og starfaði með Samtökum um kvennaathvarf árum saman.
Vinstri græn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira