Sport

Glazer-feðgarnir hlusta á okkur

David Gill, sem hér situr til borðs með Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United, segir að Glazer-feðgar taki fullt tillit til ráðlegginga stjórnarmanna félagsins varðandi rekstur þess í framtíðinni
David Gill, sem hér situr til borðs með Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United, segir að Glazer-feðgar taki fullt tillit til ráðlegginga stjórnarmanna félagsins varðandi rekstur þess í framtíðinni NordicPhotos/GettyImages

David Gill segir að nýju eigendur Manchester United, hinir bandarísku Glazer-feðgar, hafi farið að ráðum sínum og þeirra sem fyrir voru hjá félaginu og því ákveðið að breyta nokkuð fyrirætlunum sínum varðandi reksturinn.

"Stjórn félagsins hafði nokkrar áhyggjur af þessu þegar þeir keyptu félagið, en þeir hafa sýnt að þeir hlusta á ráðleggingar okkar. Þar með snýst viðskiptaáætlun þeirra fyrst og fremst um það sem skiptir máli í þessu öllu saman - liðið sjálft. Þeir eru með sömu framtíðarsýn og við í stjórninni, því þeir vilja að Manchester United sé sterkasta knattspyrnulið í heiminum," sagði Gill.

Stuðningsmenn liðsins hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir því hvað Malcom Glazer og hans menn skuldsettu sig mikið þegar þeir keyptu félagið, en Gill segist ekki hafa áhyggjur af því að þeir setji ekki fjármuni í reksturinn til að kaupa leikmenn, því þeir geri sér fullkomlega grein fyrir því að fyrirtækið verði ekki rekið með góðum hagnaði nema góðri summu verði varið í að byggja upp sterkt lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×