Enski boltinn

Segir sig úr stjórn UEFA ef hann kaupir West Ham

Eggert Magnússon
Eggert Magnússon mynd/daníel

Bresk blöð hafa það eftir talsmanni Eggerts Magnússonar í dag að hann muni segja af sér sem forseti KSÍ og hætta störfum hjá evrópska knattspyrnusambandinu ef kaupum hans á West Ham verður.

Lennart Johansson, forseti UEFA, segir það koma sér á óvart að Eggert hafi í hyggju að bjóða í enska knattspyrnufélagið og undrast hvaðan hann fái fjármagn til að standa í slíku. Hann Johansson segir þó að Eggert sé skynsamur maður og muni eflaust gera hið rétta og segja af sér hjá UEFA ef kauptilboði hans yrði tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×