Gangi þér vel með Mourinho 3. september 2006 17:45 William Gallas er ekki sérlega hrifinn af Jose Mourinho NordicPhotos/GettyImages Franski varnarmaðurinn William Gallas segist í samtali við The People vera mjög ánægður með að vera genginn í raðir Arsenal og óskar enska landsliðsmanninum Ashley Cole um leið góðs gengis í að eiga við fyrrum knattspyrnustjóra sinn Jose Mourinho. "Ég vildi fara frá Chelsea og Arsenal var félag sem hentaði mér mjög vel. Ég er líka ánægður í London og á marga vini hérna. Ég er ánægður með að vera kominn í herbúðir Arsenal, því ég er ekki í nokkrum vafa með að hérna verður farið betur með mig en Jose Mourinho fór með mig hjá Chelsea á síðasta ári. Ég óska Ashley Cole góðs gengis og vona að hann þoli Mourinho. Hann er góður knattspyrnustjóri, en hann er mjög erfiður í umgengni við leikmenn sína. Sjáið bara hvað kom fyrir mig. Það er það nákvæmlega sama og kom fyrir þá Ricardo Carvalho, Mateja Kezman, Paulo Ferreira, Asier Del Horno og Hernan Crespo áður. Mourinho notar okkur eins og honum sýnist. Ég sýndi Chelsea alltaf hollustu þó tilboðunum rigndi inn frá Evrópu, en þetta taldi ekki hjá Mourinho, sem hefur jagast sífellt í mér eins og hann vildi koma stuðningsmönnum okkar og fjölmiðlum upp á móti mér. Ég skil þetta ekki. Félagar mínir studdu alltaf við bakið á mér hjá Chelsea, en enginn þeirra þorði að segja neitt í blöðunum, því Mourinho er alráður hjá Chelsea. Það var frábært að vera hjá Chelsea þennan tíma af því liðinu gekk mjög vel, en undir lokin fannst mér eins og ég væri farinn að fara í taugarnar á Mourinho og ég hef ekki hugmynd um af hverju," sagði Gallas. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Sjá meira
Franski varnarmaðurinn William Gallas segist í samtali við The People vera mjög ánægður með að vera genginn í raðir Arsenal og óskar enska landsliðsmanninum Ashley Cole um leið góðs gengis í að eiga við fyrrum knattspyrnustjóra sinn Jose Mourinho. "Ég vildi fara frá Chelsea og Arsenal var félag sem hentaði mér mjög vel. Ég er líka ánægður í London og á marga vini hérna. Ég er ánægður með að vera kominn í herbúðir Arsenal, því ég er ekki í nokkrum vafa með að hérna verður farið betur með mig en Jose Mourinho fór með mig hjá Chelsea á síðasta ári. Ég óska Ashley Cole góðs gengis og vona að hann þoli Mourinho. Hann er góður knattspyrnustjóri, en hann er mjög erfiður í umgengni við leikmenn sína. Sjáið bara hvað kom fyrir mig. Það er það nákvæmlega sama og kom fyrir þá Ricardo Carvalho, Mateja Kezman, Paulo Ferreira, Asier Del Horno og Hernan Crespo áður. Mourinho notar okkur eins og honum sýnist. Ég sýndi Chelsea alltaf hollustu þó tilboðunum rigndi inn frá Evrópu, en þetta taldi ekki hjá Mourinho, sem hefur jagast sífellt í mér eins og hann vildi koma stuðningsmönnum okkar og fjölmiðlum upp á móti mér. Ég skil þetta ekki. Félagar mínir studdu alltaf við bakið á mér hjá Chelsea, en enginn þeirra þorði að segja neitt í blöðunum, því Mourinho er alráður hjá Chelsea. Það var frábært að vera hjá Chelsea þennan tíma af því liðinu gekk mjög vel, en undir lokin fannst mér eins og ég væri farinn að fara í taugarnar á Mourinho og ég hef ekki hugmynd um af hverju," sagði Gallas.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Sjá meira