Sport

Gagnrýnir Knattspyrnusamband Evrópu

Rio Ferdinand lætur UEFA heyra það
Rio Ferdinand lætur UEFA heyra það NordicPhotos/GettyImages

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, gagnrýnir Knattspyrnusamband Evrópu harðlega fyrir lélegar tilraunir til að bregðast við fordómum í knattspyrnu og er fylgismaður reglugerðar sem er í smíðum sem kveður á um að leikir þar sem kynþáttafordómar komi upp verði flautaðir af.

"UEFA verður að fara að taka almennilega á þessum málum og rífa stig af liðum sem verða uppvís að kynþáttafordómum á vellinum. Sektir sem hefur verið beitt í þessu sambandi eru grín og það er kominn tími fyrir sambandið að bretta upp ermarnar og bregðast almennilega við þessu. Sjáið bara hvað kom fyrir Samuel Eto´o hjá Barcelona á dögunum. Áhorfendurnir niðurlægðu hann með framkomu sinni og fengu nokkra aura í sekt, en ef hann hefði brugðist við þessu - hefði sekt hans verið miklu hærri. EF UEFA er einhver alvara í því að "sparka fordómum út úr fótbolta" verður sambandið að fara að láta almennilega til sín taka," sagði Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×