Sport

Ferdinand æfði einn í dag

Rio Ferdinand er tæpur fyrir leikina í undankeppni EM vegna támeiðsla
Rio Ferdinand er tæpur fyrir leikina í undankeppni EM vegna támeiðsla NordicPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United æfði ekki með félögum sínum í enska landsliðinu á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Andorra og Makedóníu í undankeppni EM, heldur æfði hann einn síns liðs. Ferdinand er enn ekki orðinn góður af támeiðslunum sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Watford á dögunum.

Vonir standa til um að Ferdinand verði orðinn heill heilsu um helgina, en talið er að Steve McClaren muni kalla félaga hans Wes Brown frá Manchester United inn í hópinn í stað Ferdinand ef hann verður ekki orðinn góður.

Þá eiga þeir Gary Neville hjá Manchester United, Jamie Carragher hjá Liverpool og Joe Cole hjá Chelsea allir við meiðsli að stríða og eru tæpir fyrir leikina tvo. Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var á dögunum kallaður inn í hóp McClaren og þá hefur Michael Carrick hjá Manchester United verið kallaður aftur inn í hópinn eftir að hafa náð sér af meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×