Sport

Þjóðverjar geta orðið heimsmeistarar

Beckenbauer sagði áætlanir Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfara vera í rúst fyrir nokkrum dögum, en hefur nú dregið í land og segir Þjóðverja eiga möguleika á titlinum í sumar
Beckenbauer sagði áætlanir Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfara vera í rúst fyrir nokkrum dögum, en hefur nú dregið í land og segir Þjóðverja eiga möguleika á titlinum í sumar NordicPhotos/GettyImages

"Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur nú skipt um skoðun og segir að Þjóðverjar hafi alla burði til að verða heimsmeistarar, þrátt fyrir að liðið hafi alls ekki verið sannfærandi að undanförnu. Beckenbauer er einn þeirra sem tók undir harða gagnrýin á liðið þegar það steinlá fyrir Ítölum á dögunum.

"Ég tel að þýska liðið hafi alla burði til að verða heimsmeistari, því þó marga af leikmönnum þess skorti vissulega reynslu, er liðið auðvitað á heimavelli og það ætti að geta fleytt því langt í sumar. Ég tel þó líklegast að Brasilíumenn verji titil sinn, ekki síst af því þeir eru með besta knattspyrnumann í heimi á sínum snærum í Ronaldinho," sagði Beckenbauer, sem tippar á að Lionel Messi hjá Argentínu gæti orðið sá leikmaður sem slær í gegn á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×