Sport

Middlesbrough - Roma í beinni á Sýn

Middlesbrough verður í eldlínunni á heimavelli sínum Riverside í kvöld þegar liðið tekur á móti eldheitu liði Rómverja. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn.
Middlesbrough verður í eldlínunni á heimavelli sínum Riverside í kvöld þegar liðið tekur á móti eldheitu liði Rómverja. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. NordicPhotos/GettyImages

Fyrri leikur Middlesbrough og Roma í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50 í kvöld. Steve McClaren á von á mjög erfiðum leik gegn Roma þó ítalska liðið verði án lykilmanna á Riverside í kvöld.

"Það er allt of snemmt að hugsa um úrslitaleikinn á þessum tímapunkti í keppninni og maður gerir það ekki fyrr en í fyrsta lagi í undanúrslitunum," sagði McClaren þegar hann var spurður hvort hann væri farinn að velta fyrir sér möguleikanum á að vinna keppnina. McLaren var aðstoðarmaður Alex Ferguson þegar Manchester United vann þrennuna frægu árið 1999 og þekkir því hvað fylgir því að spila í svona keppnum.

"Það má vel vera að vanti menn eins og Francesco Totti og Vincenzo Montella í lið Roma, en góðir einstaklingar eru alls ekki helsti styrkur þessa liðs. Ég er bæði búinn að sjá þá spila á Ítalíu og á myndbandi og það er liðsheildin sem er þeirra helsti styrkur. Roma er auk þess með einhverjar eitruðustu skyndisóknir sem ég hef séð í boltanum í dag og því verður það hreint ekki auðvelt verkefni að komast áfram í keppninni," sagði McClaren.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×