Sport

Owen er á góðum batavegi

Michael Owen er á góðum batavegi að sögn forráðamanna Newcastle
Michael Owen er á góðum batavegi að sögn forráðamanna Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Newcastle sáu í dag ástæðu til að árétta að stjörnuframherjanum Michael Owen hafi ekki slegið niður í endurhæfingu sinni frá fótbrotinu sem hann varð fyrir í leik á nýársdag, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að hann hefði meiðst á ný.

Talsmaður liðsins sagði að vegna þeirrar viðamiklu endurhæfingar sem Owen væri í, þyrfti hann að ferðast mikið og væri því ekki alltaf viðstaddur æfingar Newcastle. "Það er vitleysa að halda því fram að sé ekki allt í lagi með endurhæfingu hans, en hann þarf auðvitað reglulega að fara í myndatökur svo hægt sé að fylgjast náið með bata hans," sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle. "Það er því ekkert óeðlilegt við að hann missi af æfingum hjá okkur, en ég get fullvissað alla um að honum gengur vel í endurhæfingunni," sagði Roader.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×