Sport

Vildi að Rooney væri í mínu liði

Wayne Rooney átti frábæran dag gegn Newcastle í dag og stjórarnir áttu ekki til orð yfir frammistöðu hans
Wayne Rooney átti frábæran dag gegn Newcastle í dag og stjórarnir áttu ekki til orð yfir frammistöðu hans NordicPhotos/GettyImages

"Wayne Rooney er uppáhalds sóknarmaðurinn minn ásamt Thierry Henry og ég vildi óska þess að hann væri í mínu liði," sagði Glenn Roader, stjóri Newcastle, eftir að Rooney skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í sigri Manchester United á Newcastle í dag. Alex Ferguson var líka ánægður með sinn mann.

"Það kæmi mér ekki á óvart þó Wayne Rooney yrði orðinn besti knattspyrnumaður í heimi eftir 3-4 ár og maður gleymir því oft að hann á enn langt í land með að ná toppnum sem leikmaður," sagði Roader eftir að hans menn voru yfirspilaðir af Manchester United í dag.

"Rooney var frábær í dag og án þess að vilja hljóma hrokafullur held ég að við hefðum átt að skora tíu mörk í dag. Við þurftum virkilega á þriðja markinu að halda í leiknum, því eitt mark frá þeim hefði klárlega breytt gangi leiksins," sagði Alex Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×