Fótbolti

Börsungar með flugþreytu

Xavi segir leikmenn Barcelona þreytta eftir erfitt ferðalag
Xavi segir leikmenn Barcelona þreytta eftir erfitt ferðalag NordicPhotos/GettyImages

Spænski landsliðsmaðurinn Xavi segir að leikmenn Barcelona eigi erfitt með að jafna sig af flugþreytu eftir erfiðan leik í spænsku deildinni um helgina og langt og strangt flug til Japan þar sem liðið spilar á HM félagsliða. Liðið mætir America í undanúrslitum mótsins á fimmtudagsmorguninn og verður leikurinn sýndur beint á Sýn.

"Við erum enn dálítið slappir af flugþreytu og erum fjarri því að vera í 100% standi eftir langt ferðalag. Við eigum að vera sigurstranglegri gegn America, en ég er viss um að þeir verða í mikið betra ásigkomulagi en við líkamlega og þeir eru með hættulegt lið. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur," sagði Spánverjinn.

Carles Puyol segir Börsunga leggja mikla áherslu á að vinna mótið. "Þetta er eini titilinn sem ekki er til í bikarherbergjum Barcelona og því er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þessa keppni til að skrifa nýjan kafla í glæsta sögu félagsins," sagði Puyol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×