Körfubolti

Iverson sagði nei við Charlotte

Allen Iverson skiptir væntanlega um heimilisfang á næstu dögum eða vikum
Allen Iverson skiptir væntanlega um heimilisfang á næstu dögum eða vikum NordicPhotos/GettyImages

Kapphlaupið um Allen Iverson er nú komið á fullt í NBA deildinni og heimildir frá Bandaríkjunum herma að nú sé eitt félag formlega út úr myndinni í þeim efnum. Philadelphia er sagt hafa samþykkt tilboð frá Charlotte Bobcats í leikmanninn, en þangað vildi hann ekki fara og því varð ekkert af þeim viðskiptum.

Það er sjálfur Michael Jordan sem var einn af mönnunum á bak við tilboð Charlotte, en hann er meðeigandi í félaginu. Charlotte er eitt fárra félaga sem hefur nóg pláss undir launaþakinu til að taka við svimandi háum 17,2 milljón dollara árslaunum Iverson - en hann vildi ekki fara til liðs í kjallara deildarinnar.

Boston, Denver, Indiana, Golden State og Minnesota er talin líklegustu félögin til að landa kappanum, sem ljóst þykir að hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Philadelphia 76ers þar sem hann hefur verið í 11 ár. Þegar er búið að fjarlægja skáp hans í búningsherbergi félagsins og þá hafa myndskeið með Iverson í auglýsingastiklum sem sýndar eru á skjám á heimavelli liðsins verið klippt í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×