Innlent

Gera átak gegn utanvegaakstri

Á réttum slóðum Leópold Sveinsson og Kristín Sigurðardóttir ásamt Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sem opnaði vefsíðuna www.arettumslodum.net
Á réttum slóðum Leópold Sveinsson og Kristín Sigurðardóttir ásamt Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sem opnaði vefsíðuna www.arettumslodum.net

Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferða­félag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd kynntu í dag átak gegn utanvegaakstri. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hóf átakið formlega með opnun vefsíðu sem ætlað er að fræða fólk.

"Aukning síðustu ára á akstri utan vega á jeppum og torfæruhjólum er alvarlegt vandamál og ef ekki tekst að sporna við henni strax mun það hafa í för með sér verulegan skaða á þeim náttúruverðmætum sem við eigum," segir á vefsíðu átaksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×