Enski boltinn

Gagnrýnir Steve McClaren

Sol Campbell
Sol Campbell NordicPhotos/GettyImages

Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu.

"Steve og hans menn eru að koma með nýjar áherslur inn í enska landsliðið og ég get skilið það, en það var lítill klassi yfir því hvernig hann tjáði mér að ég væri ekki lengur í hópnum þegar hann las það inn á símsvarann hjá mér í stað þess að segja mér það persónulega," sagði Campbell og sagðist sár yfir því að ekki sé borin meiri virðing fyrir manni sem hefði fórnað sér fyrir þjóð sína í mörg ár. Hann benti á að hann væri ekki eini reynsluboltinn sem lenti í þessu.

"Það er fullt af mönnum að spila fyrir hönd þjóðar sinnar þó þeir séu orðnir eldri en ég og mér nægir að nefna David James. Hann er að spila betur en ég hef nokkru sinni séð hann spila og ég held að menn ættu ekki að sópa frábærum leikmanni eins og honum undir teppið," sagði Campbell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×