Sport

Allir vilja enskan landsliðseinvald

Sam Allardyce ásamt Sammy Lee, aðstoðarmanni sínum.
Sam Allardyce ásamt Sammy Lee, aðstoðarmanni sínum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Sam Allardyce stjóri Bolton telur að allir Englendingar vilji sá Englending stýra enska landsliðinu þegar Sven Göran Eriksson hættir með liðið eftir HM í sumar. Allardyce hefur verið sterklega orðaður við starfið sem hann hefur aldrei farið dult með aðdáun sinni á.

Auk Allardyce eru menn á borð við Alan Curbishley stjóri Bolton og Stuart Pearce stjóri Manchester City, orðaðir við starfið. Þeir útlendingar sem eru helst nefndir eru Luiz Felipe Scolari og Guus Hiddink.

"Ákvörðunin um að ráða Sven á sínum tíma var rétt á þeim tímapunkti en það væru mikil vonbrigði ef litið væri framhjá því að setja Englending í starfið núna. Mér myndi líða eins og öllum öðrum í landinu ef það væri ekki Englendingur ráðinn. Almenningur vill það og það á að taka tillit til þess," sagði Allardyce.

"Ef ég myndi stýra Bolton til fjórða sætis í deildinni, og þar með inn í Meistaradeildina, er ég þá ekki hæfur til að stýra enska landsliðinu? Ég vona svo sannarlega að svarið sé "jú".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×