Sport

Öruggur sigur Manchester United

Wayne Rooney í leiknum í dag.
Wayne Rooney í leiknum í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Manchester United sáu til þess að vikan sem er að renna sitt skeið á enda er eins sú versta sem Steve Bruce, fyrrum United maður, hefur séð. Lið hans fékk á sig tíu mörk í vikunni en það tapaði 3-0 fyrir United í dag og 7-0 gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni í vikunni.

Fyrsta mark leiksins kom strax á þriðju mínútu. Þá tók Ryan Giggs aukaspyrnu af 25 metra færi, hún fór í slánna og þaðan í hausinn á Maik Taylor markmanni og í netið. Á fimmtándu mínútu skoraði Giggs síðan annað markið eftir fína sendingu frá Wayne Rooney.

Rooney hefði getað skorað í það minnsta fjögur mörk í leiknum en hann lét sér nægja eitt, á lokamínútum leiksins eftir að hafa sloppið einn innfyrir hripleka vörn Birmingham sem stefnir nú hraðbyri á fall úr úrvalsdeildinni ef fram heldur sem horfir.

Með sigrinum komst United aftur í annað sæti deildarinnar, tveim stigum fyrir ofan Liverpool en auk þess eiga þeir tvo leiki til góða á erkifjendur sína úr Bítlaborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×