Enski boltinn

Reyes gæti komið til baka

Jose Reyes er hæstaánægður með lífið og tilveruna hjá Real, jafnvel þó hann sé varamaður.
Jose Reyes er hæstaánægður með lífið og tilveruna hjá Real, jafnvel þó hann sé varamaður. Getty Images

Arsene Wenger hjá Arsenal segist ekki útiloka þann möguleika að Jose Antonio Reyes snúi aftur til félagsins eftir þessa leiktíð. Reyes er í láni hjá Real Madrid og hefur sagt að hann vilji alls ekki fara aftur til Englands. Wenger segir að það sé ekki alfarið undir honum sjálfum komið.

"Ég hugsa fyrst og fremst um hagsmuni Arsenal. Ef hagsmunum Arsenal er best náð með því að láta Reyes spila fyrir félagið þá munum við fá hann aftur. Auðvitað þarf hann að sætta sig við það en ég vill ekki útiloka þann möguleika," sagði Wenger um hinn 23 ára gamla spænska vængmann. 

 

"Mér líkar mjög vel við Reyes. Hann er mjög indæll strákur og hann var ekki óánægður hjá Arsenal. Vandamálið var utan æfingasvæðisins því hann náði aldrei að aðlagast enskri menningu og lifnaðarháttum," bætti Wenger við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×