Enski boltinn

Sér eftir rifrildinu

Pardew og Wenger hnakkrifust í lok leiksins og þurfti að skilja þá að.
Pardew og Wenger hnakkrifust í lok leiksins og þurfti að skilja þá að. Getty Images

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, hefur beðið Arsene Wenger, kollega sinn hjá Arsenal, afsökunar á framkomu sinni í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Stjórunum tveimur lenti saman í lok leiksins og hnakkrifust þeir þar til það þurfti að skilja þá í sundur.

"Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði Wenger. Þetta var ekkert persónulegt, ég var bara að fagna markinu," sagði Pardew en Wenger brást ókvæða við tilburðum Pardew eftir markið og hrinti meðal annars Pardew.

"Þetta var mikil synd og vondur endir á annars góðum leik. En þetta var tilfinningaríkur leikur og ég réð ekki við mig þegar við skoruðum í lokin. Ég meinti ekkert með þessu," bætti Pardew við en sem kunnugt er vann West Ham leikinn með einu marki gegn engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×